Panna cotta er drottningin í ítölskum eftirréttum, og úr nógu er að velja.
Þegar maður er svo farin að blanda saman við ítalska heslihnetusúkkulaðinu Nutella, þá er maður komin á annað level. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug fyrr en ég fór á veitingastað ítalskrar fjölskyldu í breska bænum Altrincham sem heitir Tre Ciccio.
Staður sem ber ekki mikið með sér að utan en þegar inn er komið fær maður strax einhverja tilfinningu um að þarna sé eitthvað alveg geggjað í gangi. Þar smakkaði ég einmitt Nutella Panna cotta í fyrsta skiptið.
Panna cotta er basically bara soðinn sætur rjómi með smá gelatíni en það er eitthvað alveg himneskt við hann.
Þú þarft:
- 500 ml rjóma
- 75gr sykur
- 1 vanillustöng
- 2 kanilstangir
- 2 msk Nutella
- 2 gelatín blöð
- Smá mjólk
Aðferð:
Gelatín blöðin eru lögð í bleyti í mjólk og leyft að mýkjast upp, á meðan er ágætt að skafa innan úr vanillustönginni . Allt hitt er síðan sett saman í pott, hitað upp að suðu, þá lætur maður vanillufræin og stöngina útí ásamt gelatíninu og mjólkinni sem það var í og látið malla í ca 3 mínútur á meðan maður hrærir stöðugtt og passar að að blandan sé mjúk og fín.
Mér finnst fallegt að nota falleg lítil form en þetta má gera á alla vegu. Ég kæli formin og leyfi jöfnunni að kólna aðeins, svo hellir maður í gegnum sigti í formin og leyfir að standa í kæli í 4-5klst.
Svo er geggjað að bera fram með t.d. ristuðum möndlum og kirsuberjasósu, það er svona hátíðarútgáfan.