Svalandi melónusalat með pistasíum

Ég er nýkominn úr enn einni Ítalíu reisunni. Þar var mikið drukkið af góðum vínum, spritz drykkjum og ótæpilegt magn af buffala mozzarella innbyrt.

Hitinn fór vel yfir 35°C á tímum og þá var fátt betra í siestunni en að setjast á svalirnar og gæða sér á ískaldri melónu með hádegiskokteilnum.

Ég fékk einn daginn hugljómun, hef líklegast lesið um þetta í einhverju af þeim ótal matartímaritum eða matreiðslubókum sem ég las í ferðinni.

Hér er geggjað svalandi melónusalat sem sómir sér vel sem semi-healthy hádegismatur, frábær eftirréttur eða bara eitthvað fyrir krakkana að narta í.

Þú þarft:

  • 1 melónu eða kantalópu
  • Hálfa dós af mascarpone osti
  • 2 msk hunang
  • Lófafylli af pistasíum
  • Lime safa

20190727_150909.jpg

Ég skóf úr kantalópunni með ísskeið, það skilur eftir sig skemmtilega áferð. Svo er annar möguleiki á að framreiða réttinn í kantalópu ,,skelinni“.

Mascarpone-osturinn og hunangið er hrært saman og sett í botnin á fallegri skál, melónubitarnir þar ofan á, svo skvettir maður smá lime safa yfir.

PhotoEditor_20190727_154928697.jpg

Eftir að hafa eytt ca 15 mínútum í að taka utan af pistasíum þá saxa ég þær gróft og dreifi yfir. Ef maður er í hátíðarskapi má svo gluða enn meira hunangi yfir allt heila klabbið.

 

20190727_151337.jpg

Vá, svo er þetta svo fallegt og fer vel í sumarhitanum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s