Hvíthyskis sörur sem þarf ekki að baka

Það hefur fylgt jólahefðinni hjá mér að gera hvíthyskissörur svona korter í jól.

Ofur einfalt, ofsalega gott og þarf ekkert að baka eða vesenast. Svo meikar þetta allt sense. Saltið í kexinu og súkkulaðið, hnetusmjörið og kaffið og svo þetta allt saman.

Svo er dásamlegt að toppa kökurnar með kökuskrauti í staðinn fyrir möndlur eða heslihnetur eins og er á venjulegum sörum, af því það er pínu…kitch og hvíthyskislegt.

2017-12-21 19.20.33

Þú þarft:

  • 28 Ritz kex
  • 5 msk gróft hnetusmjör
  • 2 msk flórsykur
  • 1 skot sterkt kaffi
  • 1 tsk vanilludropa
  • 3 plötur suðusúkkulaði
  • Kökuskraut…ef þú nennir

Aðferð:

Hnetumsmjör, vanilludropar, kaffi og flórsykur er hrært saman og smurt á Ritz kexið. Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og sprautað yfir með sprautupoka eða apparti, svo er bara sáldrað einhverju huggulegu yfir. Sett í ísskáp í ca 20 mín til kælingar og VOILA!

Sörur

Við erum öll bara eins og við erum og allir mega bara vera eins og þeir vilja. Stundum er líka lífið aðeins flóknara en við vildum hafa það, en þetta þarf bara ekkert að vera svona flókið, við getum bara valið að fylgja ljósinu, gert hvíthyskissörur og hlakkað til jólanna.

IMG_20171221_200050_476

Einfalt, fallegt og gott.

Gleðileg jól og takk fyrir að kíkja við.

giphy (1)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s