Avocado salat

Hér er komið frábært salat í áramótaveisluna.

Salatið er ofureinfalt og fljótlegt.

Þú þarft:

  • 5 stór avocado
  • 2 dósir 10% sýrðan rjóma
  • 2 rauðlauka
  • Þurrkað chilli
  • Sítrónusafa
  • Salt

Aðferð:

Avocadoin eru steinahreinsuð, svo finnst mér best að skera í það rendur og skafa svo úr með skeið, þá þarf maður ekkert að vera vesenast með að saxa það frekar.2017-12-21 18.43.09

Rauðlaukurinn er skorinn smátt og sett saman við avocadoið í stóra skál. Sítrónusafi og salt yfir og blandað aðeins saman. Sýrði rjóminn fer svo saman við og að lokum þurrkað chilli.

Ég tárast alltaf smá þegar ég finn svona fullkomið avocado.

2017-12-21 18.46.45

Svo er nú ekki verra að setja eins og einn dropa af hotsauce, piri-piri eða chipotle sósu yfir.

 

Ferskt, öðruvísi og ótrúlega ljúfengt.

Hentar frábærlega með grófu brauði, góðu söltu kexi…nú eða bara eitt og sér, borðað með gafli.2017-12-21 19.14.52

giphy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s