Ísbjarnakökur með lakkrís og hnetusmjörs M&M

Aaaah jólin! Uppáhalds árstíminn minn.

Ég er fáránlega gamaldags og uppfullur af klysjukenndum rómantískum hugarmyndum af jólunum. Algjör jólaálfur 🙂

giphy (2)

Heitt kakó með rjóma, dísætar smákökur, snjór og kúrt yfir kertaljósi fyrir framan jólamynd, get varla hugsað mér neitt betra.

Í þessar kökur þarftu:

 • 100 gr sykur
 • 70gr púðursykur
 • 125 gr bráðið smjör
 • 1 egg
 • 3 tsk vanilludropar
 • 100 gr hveiti
 • 100 gr haframjöl
 • 30 gr kakó
 • 1 tsk salt
 • 0,5 tsk matarsódi
 • 0,5 tsk lyftiduft
 • 0,5 poki súkkulaðihúðað lakkrískurl frá Nóa Síríus
 • 2 lúkur hnetusmjörs M&M
 • Lakkrísduft (má sleppa)

Hrærið saman sykur, púðursykur og smjör þar til létt og ljóst, egg og vanilludropar  er svo sett saman við. Þurrefnunum er blandað saman og sett útí blönduna. Kurlið og létt mulið M&M sett saman við og blandað vel saman. Hnoðað í kúlur og sett á plötu, bakað við 200°c í ca 15 mínútur. Fyrir extra lakkrísbragð finnst mér gott að sáldra lakkrísdufti eða Hockey Pulver yfir kökurnar eftir bakstur.

2017-11-25 12.32.50

2017-11-25 12.32.14

Ísbjarnakökurnar eru grófar, seigar, sætar og leyndardómsfullar, allt mjög viðeigandi um jólin.

giphy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s