Trópískar núðlur með beikon og ananas

Ég er voða hrifinn af núðlustöðum eins og Ramen, Wagamama, Noodle Station og fleiri í þeim dúr. Ég er búinn að vera á smá flandri og fékk hugmynd eftir heimsókn á slíkan stað í Lisbon. Eitthvað pínu framandi en samt svo kunnulegt.

Ég var kominn á streetfood hátíð í Manchester og það ýtti frekar undir þessa hugmynd. Ég fór í búðina og ætlaði að kaupa beikon…kemur í ljós að það voru til 14 mismunandi tegundir. Það var hægt að fá mismunandi reykingu, marineringu og beikon úr ólíkum hlutum svínsins. Fyrir valinu varð chestnut smoked dry cure beikon.

2017-11-13 16.08.54

Í þennan rétt þarftu:

  • Beikon
  • Ferskan ananas
  • Muldar salthnetur
  • Ferskt kóríander
  • Núðlur
  • Egg
  • Hvítlaukur
  • Teryiaki sósu
  • Steikt grænmeti
  • Ólívu olía
  • Sesam olía
  • Salt og pipar

Þetta er í raun alveg ofur einfalt.

Byrjar á að að hreinsa ananasinn og skera hann í litla bita, svo geymi ég alltaf toppinn og nota í skraut. Svo sker maður beikonið í bita og steikir á pönnu með smá ólívuolíu, smá svartur pipar og sett svo aðeins til hliðar.

Nú væri mjög gott að rífa fram wok-pönnu eða annars konar stóra pönnu.

Svo steikir maður grænmetið, ég keypti ferskt grænmeti en það má líka alveg nota frosið, smá sesam olía og ólívuolía, salt og pipar, grænmetið er svo sett til hliðar.

Núðlurnar eru svo soðnar, sumir setja smá sweet chilli sósu útá, það má alveg.

Nú kemur smá trix, olía, kraminn hvítlaukur og egg sett út á funheita pönnuna, aðeins velt saman, núðlur þar ofan á og velt saman ásamt teryiaki sósunni, grænmetið, beikonið og ananas út á og steikt í örfára mínútur, þá er þetta basically tilbúið.2017-11-13 16.31.58

Borið fram með muldum hnetum og ferskum kóríander. Þessi prósess er ca 5 mínútur ef allt er klárt.

Ótrúlega góður réttur sem er ekki síðri kaldur daginn eftir og hentar fullkomnlega í nesti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s