Ostaskólinn hjá Búrinu

Ég fékk boð frá Eirný í Búrinu um að kíkja í Ostaskólann hjá henni.

2017-10-19 20.40.33
Þessi myndataka var alls ekkert vandræðaleg…eins og sést 🙂

Dagsetningin sem ég valdi innihélt kynningu á púrtvíni og dásemdar ostum.

2017-10-19 18.32.40

Ostaskólinn er ca 2 klst af fræðslu um osta og ostagerð og hvernig er best að para hvern ost með réttu víni. Maður fær að bragða á alls konar ostum, skrítnum og skemmtilegum. Svo fannst mér meðlætið sett fram á afar smekklegan hátt. Húsnæðið er ekki stórt en það er hjartað í þessu verkefni sem er svo dásamlegt.

 

Þessu fylgir líka sögukennsla og það er algjörlega dáleiðandi að hlusta á Eirný, hún fer með mann í ferðalag aftur til landnáms og talar um ostagerð frumbyggja Íslands, hvernig Rómverjar stýra því hvaða osta við borðum í dag og það að camenbert hafi ekki borist til Íslands fyrr en 1982! En ég ætla nú ekki að fara spoila þessu.

Kíkið í Búrið út á Granda, það er æðislegt að versla þarna og úrvalið af gúrmei vörum er ótrúlegt, svo framleiðir Búrið alls konar meðlæti, t.d. unaðslega mojito marmelaði sem fer vel sem t.d. marinering á lamb nú eða bara með góðum primadonna.

2017-10-19 20.43.57

Hér er hægt að lesa um næstu námskeið: Ostaskólinn

2017-10-19 18.32.16

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s