Það er svo geggjað að geta hent í fljótlegan einfaldan gúrmei rétt þegar gesti ber að garði. Þessi er akkúrat þannig og þetta er einmitt réttur sem fer svo vel á köldum haustkvöldum.
Það er hægt að fá ágætis camenbert í Nettó, þessi Erival ostur er mörgum levelum betri en MS ostarnir og auðvitað er hægt að fara all out og versla gæða camenbert hjá t.d. Ostahúsinu.
Ég fann líka þetta geggjaða mango chutney í Nettó, Bengal Spice Chilli Mango frá Sharwood‘s.
Þú þarft:
1 camenbert
Hálfa krukku af mango chutney
Ca. 75gr pekan hnetur
Svartur pipar
Ég fann mjög hentugt eldfast mót í Söstrene Gröne sem passar akkúrat fyrir einn camenbert. Set smá chutney í botninn og myl nokkrar pekan hnetur, ostinn þar ofan á, svo sker ég smá bita úr miðjunni á ostinum og set chutney og hnetur ofan og yfir allt. Myl svo piparinn yfir. Sett í ofn við 200°C í ca 15 mínútur.
Berist fram með Ritz kexi eða öðru góðu saltkexi og helst ísköldu hvítvíni eða góðum kokteil.