Camenbert með Bengal Spice Chili Mango Chutney og pekan hnetum

Það er svo geggjað að geta hent í fljótlegan einfaldan gúrmei rétt þegar gesti ber að garði. Þessi er akkúrat þannig og þetta er einmitt réttur sem fer svo vel á köldum haustkvöldum.

Það er hægt að fá ágætis camenbert í Nettó, þessi Erival ostur er mörgum levelum betri en MS ostarnir og auðvitað er hægt að fara all out og versla gæða camenbert hjá t.d. Ostahúsinu.

2017-10-05 20.29.03

Ég fann líka þetta geggjaða mango chutney í Nettó, Bengal Spice Chilli Mango frá Sharwood‘s.

Þú þarft:

1 camenbert

Hálfa krukku af mango chutney

Ca. 75gr pekan hnetur

Svartur pipar

Ég fann mjög hentugt eldfast mót í Söstrene Gröne sem passar akkúrat fyrir einn camenbert. Set smá chutney í botninn og myl nokkrar pekan hnetur, ostinn þar ofan á, svo sker ég smá bita úr miðjunni á ostinum og set chutney og hnetur ofan og yfir allt. Myl svo piparinn yfir. Sett í ofn við 200°C í ca 15 mínútur.

IMG_20171006_102323_199

Berist fram með Ritz kexi eða öðru góðu saltkexi og helst ísköldu hvítvíni eða góðum kokteil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s