Ég botna stundum ekkert í því hvernig höfuðið á mér virkar en mig dreymdi hindberjasósu með fersku chilli sem ég var að möndla fyrir einhvern kjúklingarétt þannig að ég varð hreinlega að prófa hvort þetta væri í raun og veru hægt. Eftir smá Google session komst ég að því að það er fullt af fólki að nota Raspberry-sósur fyrir kjúklinginn sinn, ég viðurkenni það að ég horfi óþægilega mikið á kokkaþætti og þetta hlýtur bara að hafa síjast einhvern veginn inn í undirmeðvitundina mína.
Í sósuna mína þarf:
200gr frosin hindber
2 msk sykur
Safa úr einni sítrónu
Smá salt
Smá Maizena mjöl
1 ferskur rauður chilli
1 dós Sýrður rjómi með graslauk
Hindberin, sykurinn, sítrónusafinn og salt er soðið niður, chilli og Maizena sett saman við. Sett í gegnum sigti til að ná hratinu úr. Sósunni er svo látin kólna og þá er þessu hrært saman við sýrða rjómann.
Ég notaði þessa dressingu útá kjúklingasalat sem ég byggði upp í lögum:
– Neðst fór grænkál og lambhagasalat.
– Rauðlaukur og sæt paprika.
– Bakað beikon sem ég hafði smurt með BBQ-sósu.
– Þá kjúklingur sem ég hafði sett í egg og Piri-piri kryddhjúp frá Nando´s sem ég fékk sent að utan og rasp sem ég bjó til úr muldum svörtum Doritos flögum og venjulegum raspi og bakað í ofni.
– Avocado.
– Parmesan.
Þetta vakti mikla lukku í matarboðinu og kjúklingurinn var bragðsterkur og hindberjasósan tónaði vel við brasbragðið.
Brasbrasbras 🙂