Spaghettí með hvítlaukssveppum og valhnetupestó

2016-04-11 18.04.27

Þessi réttur er svo einfaldur að það er hálf vanræðalegt að setja hann hérna inn…en hann er svo góður.
Ég er algjör sökker fyrir Jamie Oliver og vörunum hans, reyndar held ég að það sé að mestu leyti líka það að maður hafi loksins í raun og veru valkost, ekki lengur bara ,,ríkis“-Barilla eða ógeðis Euroshopper pastað á boðstólunum.

JO pastað er yfirleitt aðeins grófara en venjulegt pasta og dregur þar af leiðandi í sig meiri vökva.
Í þennan einfalda pastarétt þarf:
Gott handfylli af Jamie Oliver spaghettí
1 krukku af Jamie Oliver valhnetu- og paprikupestó
1 box af sveppum
1 sæta papriku (þessar ílöngu)
Sólþurrkaða tómata að vild
Parmesan, nóg af því.
Hvítlauk og smá smjör.

Aðferð:
Sveppirnir eru skornir gróft og steiktir upp úr smjöri og hvítlauk, ég set paprikuna seinna í pottinn. Spaghettíið er soðið í vatni, olíu og salti. Vökvanum hellt af og pestóinu hrært saman við og grænmetinu bætt útí. Parmesan hrúgað yfir og sólþurrkuðum tómötum bætt á toppinn og borið fram með hvítlauksbrauði.

2016-04-11 18.32.43
Ó svo auðvelt en ó svo gott.

2016-04-11 18.32.50

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s