Sætkartöflubombur

2014-11-22 18.53.22

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá finnst mér skemmtilegt að troða mat inn í mat. Ég hef áður skrifað um kartöflubombur…reyndar fyrir löngu síðan sjá hér: https://toddibrasar.wordpress.com/2012/09/29/kart-flubombur/

En núna þar sem allir eru að missa sig yfir sætkartöfluundrinu þá ákvað ég að gera smá tilraun. Ég ætlaði að gera grænmetisrétt en hey! allt er betra þegar það er vafið í beikon!

Það sem þarf til:

2 sætar kartöflur (jafn stórar)
1 pera
Handfylli af döðlum
1 poki pekan-hnetur
Anís krydd
Olívuolía
1 pk hunangsbeikon

Kartöflurnar eru afhýddar (?! hýðir maður kartöflur??) og soðnar í saltvatni í ca 10 mínútur. Síðan sker maður rákir eða raufar í þær.
2014-11-22 18.20.582014-11-22 18.40.44
Peran og döðlurnar eru smátt skornar, hneturnar aðeins grófari, hrært saman við ólívuolíu og kryddað með anís eftir smekk.
Jukkinu er svo komið vel fyrir í kartöflunum og þjappað vel.
2014-11-22 18.20.232014-11-22 18.27.202014-11-22 18.44.49
Kartöflurnar eru svo vafðar fallega með beikoni, bbq-sósu smurt á toppinn og pekanhnetur ofan á. Ef allt jukkið kemst ekki í kartöflurnar þá er kjörið að setja það meðfram í eldfasta mótið sem maður bakar þær í. Bökunartíminn er ca 20 mín við 200°c yfir og undir hita og 15 mín á blæstri..til að krispa beikonið.
2014-11-22 19.39.18
Ég setti líka í fatið bbq-smurðar-beikonvafðar döðlur.

2014-11-22 18.33.54

Ég bar þetta síðan fram með sítrónu-kúskús úr pakka (ljómandi) og hrásalati (klassí gaur).

Þetta var ljómandi gott, öðruvísi og auðmeltanlegt.

2014-11-22 19.37.402014-11-22 19.42.16

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s