Appelsínu og hnetusmákökur

2014-10-18 21.07.01

Smákökusamkeppni Gestgjafans, Líflands og Nóa Sírius fór fram núna í október. Kökurnar þurftu að innihalda Kornax hveiti, vörur frá Nóa Sírius, máttu ekki vera stærri en 5 cm í þvermál og þurfti að skila inn á skrifstofu Líflands í glæru íláti. Í verðlaun voru svo meðal annars Kitchen Aid hrærivél….sem er ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka þátt. Ég bjóst ekki við að sigra, ótrúlegt hvað maður er sannspár stundum. Ég sem sagt vann ekki en hérna er uppskriftin mín:

Uppskrift:

120gr sykur

60 gr púðursykur

100gr smjör

1 egg

220 gr KORNAX hveiti

0,5 tsk salt

0,5 tsk matarsódi

0,5 tsk lyftiduft

2 msk NÓA SÍRÍUS Hnetunizza-smjör

2 tappar vanilludropar

2 tappar appelsínudropar

70 gr NÓA SÍRÍUS suðusúkkulaðidropar

70 gr gult M&M

2014-10-18 20.21.11

Smjörið er brætt, hrært saman við sykurinn og púðursykurinn þar til það er orðið létt, egginu bætt útí og hrært vel.

KORNAX hveitinu, salti, matarsóda og lyftidufti blandað saman og sett útí og hrært vel. Deiginu er síðan skipt í tvennt.

Í annan helminginn fara appelsínudropar og Hnetunizzað, hrært vel, og svo NÓA SÍRÍUS suðusúkkulaðidropunum blandað saman við.

Í hinn helminginn fara vanilludroparnir og M&M-ið, blandað vel saman.

Smá biti af sitt hvoru deiginu tekinn upp með skeið og búnar til litlar kúlur úr báðum deigunum saman, sett á plötu og bakað við 180°c í ca 15 mínútur.

2014-10-18 20.50.09

Bragðast ógurlega vel með ískaldri mjólk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s