Skúffukaka með hnetusmjörskremi og lakkrískurli

2014-10-30 20.36.38

Stóra fréttin hérna er ekki það að ég sé að baka skúffuköku frá grunni, ég skammast mín pínu fyrir það að ég rændi uppskriftinni að kökunni sjálfri af internetinu. En ég er ekkert að finna upp hjólið í neinu sem ég geri…í lífinu 🙂

Hnetusmjör er eitt af blætunum mínum, það er næstum gott með öllu og mér finnst alltaf jafn dásamlegt ef maður getur skotið því saman við eitthvað annað, beikon, döðlur, hamborgara, lakkrís osfrv.

Þessi kaka er dúnamjúk, frábær uppskrift, takk Ólafía hver sem þú ert, takk Google! og þetta krem er ROSALEGT, lakkrísinn gefur þessu svo smá twist.

Hérna er uppskriftin:

Skúffukaka Ólafíu
3 1/2 dl sykur
175 g lint smjör
2 egg
4 1/2 dl hveiti
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
3 tsk. vanillusykur
1 dl. kakó
1 tsk. salt
1 1/2 dl vatn (kalt)
2 dl mjólk

Smjör og sykur er þeytt saman þar til það er flöffí, eggin sett útí eitt í einu. Þurrefnunum blandað saman og sett útí varlega, mjólk og vatn inn á milli.
Skúffan smurð og deigið sett í. Bakað í 20-30 mínútur við 200°c.

Hnetusmjörskremið

3 msk gróft hnetusmjör
6 msk flórsykur
100gr bráðið smjör
3 msk mjólk

Öllu jukkinu þeytt vel saman og smurt á kalda kökuna. Nóa Síríus lakkrískurli er svo dreift yfir.
2014-10-30 20.01.55
Halló mjólk með klökum!

2014-10-30 20.29.37

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s