Fylltar grísalundir með eplum, döðlum og camenbert, vafin í bacon!

2014-10-09 20.51.35

Við Dagur bróðir eldum allt of sjaldan saman, en þegar við gerum það er útkoman yfirleitt einhver epík.

Að þessu sinni langaði okkur að troða einhverju inn í eitthvað, við veltum því lengi fyrir okkur hvers konar kjöti væri hægt að troða inn í kjúkling og hvort við gætum síðan troðið kjúklingnum inn í eitthvað annað. Eftir miklar vangaveltur og pælingar varð niðurstaðan sú að þetta tæki kannski töluvert meiri tíma en við áttum til á þessari stundu og gerðum í staðinn fylltar grísalundir.

Inn í lundirnar tróðum við svo blöndu af ólífuolíu, hvítvínsedik, eplum, döðlum og hvítlauk, lundirnar voru lagðar að innan áður með camenbert smurosti. Lundin var svo að sjálfsögðu vafin með bacon.

Borið fram með þessu var síðan kartöflugratín með osti, maísstönglar og köld piparsósa.

Lundin er snyrt og skorin langsum og búin til vasi, kjötið er svo hamrað aðeins og smurt með ostinum.

2014-10-09 19.36.11

Fylling:
Ólívuolía
Hvítvínsedik
2 epli skorin smátt
Nokkrar döðlur skornar smátt
3 hvítlauksrif

Öllu hrært saman og sett í vasann.

2014-10-09 19.50.16

Síðan er þessu lokað og tyllt með tannstönglum, vafið með bacon og steikt á pönnu, síðan fer þetta í ofn í ca 35 mínútur.

2014-10-09 20.11.02

Kryddað með salti, pipar og rósmarín.

Oh lordy þetta var gott stöff!

2014-10-09 20.52.04

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s