Sigurður Guðmundsson vinur minn, stjörnulögmaður og vínsérfræðingur býður mér stundum í mat, hann elskar lífsins lystisemdir og kallar þetta óhollustu samloku í heimi.
Ég var heillaður af einfaldleikanum, óhollustunni og nautnafíkninni.
Innihaldið í þessari dásemd er einfaldlega:
Bacon-pylsur
Bearnaise-sósa
Baguette brauð
….ekkert annað.
Pylsurnar eru steiktar á pönnu og skornar í litla bita, sósunni er makað á brauðið, pylsurnar ofan á og smá meiri sósa til að fæða björgunarhringinn.
Það er mikilvægt að velja sósuna vel, ég gerði hana ekki sjálfur frá grunni heldur keypti sósu í túbu frá Matargaldri, líklegast besta tilbúna bearnaise-sósan á markaðnum í dag.
Fyrir þá ævintýragjörnu er sniðugt að setja svartan pipar á toppinn á samlokunni. Gæðaloka.