Kanilsnúðar með piparkökukeim

2014-11-30 17.43.15

Ég elska Pagen snúða, ég elska líka jólin, ég elska líka piparkökur, ég elska…lampa.

Ég blanda hérna saman mjúkum snúðum og set piparkökutwist á þá með því að notast við Gingerbread kaffisýróp og kaffijógúrt í staðinn fyrir mjólk. Svo að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið og þurfti að taka þetta einu skrefi lengra…ég er greinilega algjörlega markalaus maður, setti ljóst súkkulaði og pekan hnetur ofan á hvern snúð.
2014-11-30 15.41.10
500gr hveiti
100 gr sykur
1 pakki þurrger
1 tsk salt
hálft glas madagascar vanilla
2 msk Gingerbread kaffisýróp
1,5 dós kaffijógúrt
2 egg
80 gr mjúkt smjör

Þurrefnunum er blandað vel saman svo er hinu bætt útí einu af öðru, hnoðað vel og látið hefa sig í ca 30 mín. Hnoðað aftur og flatt út.

Fylling:
100gr brætt smjör
Slatti af sykri
Kanill
Vanillusykur
2014-11-30 16.28.21
Smjörið er brætt við vægan hita, sykrinum, kanilnum og vanillusykrinum er blandað saman og sett útí og swirlað saman við smjörið.
Þessu er síðan smurt á deigið, rúllað upp og skorið í jafna snúða.
2014-11-30 16.34.54
Ofan á:
Ljóst hjúpsúkkulaði
Pekan hnetur

Nokkrir dropar af súkkulaði látnir á hvern snúð og ein hneta.
2014-11-30 16.49.34
Bakað við 200°c í ca 20 mínútur. Tekið út og meira súkkulaði sett ofan á og dreift úr.

Heaven to Betsy, þetta er rosalegt, ekta jólasnúðar sem verða að snæðast (lesist gúffa) með ískaldri mjólk.

..Every time a bell rings..an angel gets his…cinnamon buns.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s