Ég elska Pagen snúða, ég elska líka jólin, ég elska líka piparkökur, ég elska…lampa.
Ég blanda hérna saman mjúkum snúðum og set piparkökutwist á þá með því að notast við Gingerbread kaffisýróp og kaffijógúrt í staðinn fyrir mjólk. Svo að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið og þurfti að taka þetta einu skrefi lengra…ég er greinilega algjörlega markalaus maður, setti ljóst súkkulaði og pekan hnetur ofan á hvern snúð.
500gr hveiti
100 gr sykur
1 pakki þurrger
1 tsk salt
hálft glas madagascar vanilla
2 msk Gingerbread kaffisýróp
1,5 dós kaffijógúrt
2 egg
80 gr mjúkt smjör
Þurrefnunum er blandað vel saman svo er hinu bætt útí einu af öðru, hnoðað vel og látið hefa sig í ca 30 mín. Hnoðað aftur og flatt út.
Fylling:
100gr brætt smjör
Slatti af sykri
Kanill
Vanillusykur
Smjörið er brætt við vægan hita, sykrinum, kanilnum og vanillusykrinum er blandað saman og sett útí og swirlað saman við smjörið.
Þessu er síðan smurt á deigið, rúllað upp og skorið í jafna snúða.
Ofan á:
Ljóst hjúpsúkkulaði
Pekan hnetur
Nokkrir dropar af súkkulaði látnir á hvern snúð og ein hneta.
Bakað við 200°c í ca 20 mínútur. Tekið út og meira súkkulaði sett ofan á og dreift úr.
Heaven to Betsy, þetta er rosalegt, ekta jólasnúðar sem verða að snæðast (lesist gúffa) með ískaldri mjólk.
..Every time a bell rings..an angel gets his…cinnamon buns.