Þessa vikuna er leynivinaleikur í vinnunni minni, ég var kannski búinn að vera gera pínu uppá bak alla vikuna með alls konar drasli sem fæst í Söstrene Gröne, Tiger eða álíka búðum. Reyndar læddi ég inn líka ljómandi fínu útlanda nammi og Malibu gosvíni…veit ekki hvernig það fór í leynivininn.
Ég vissi sem sagt að ég þurfti að fara allout í lokagjöfinni, ég hef gert margar tilraunir með M&M í kökum…já ég hef blæti fyrir M&M og nei ég er ekki fæddur í Bandaríkjunum þrátt fyrir hnetusmjörs, beikon, bbq-sósu og M&M fetishið mitt.
Þar sem ég er tiltölulega nýkominn að utan þá er ég vel birgur af M&M góðgæti, í þessum kökum er sem sagt viðlagið: Hnetusmjörs M&M, Karamellukurl frá Nóa Sírius og lakkrísduft.
Svona er þetta:
200 gr sykur
125 gr bráðið smjör
1 egg
3 tsk vanilludropar
200 gr hveiti
30 gr kakó
1 tsk salt
0,5 tsk matarsódi
0,5 tsk lyftiduft
1 poki Karamellukurl
200gr Hnetusmjörs M&M (appelsínugult)
Lakkrísduft
En Þröstur, hvað svo?
Jú, hrærið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst, egg og dropar saman við og hræra vel. Þurrefnin blönduð saman og sett saman, blandað vel saman við. Kurlið og létt mulið M&M sett saman við og blandað vel saman. Hnoðað í kúlur og sett á plötu, bakað við 200°c í ca 15 mínútur, lakkrísdufti sáldrað yfir meðan kökurnar eru enn….hlýjar.
Jólalagið fallega með Isaac Hayes, Suck On My Chocolate Salty Balls gæti átt vel við hér:
Dísætt, öðruvísi og ljúffengt…drekkist með ískaldri mjólk.

Holly jolly y´all!