Kartöflubombur!

BBQ boys eru endalaus uppspretta bras-hugmynda. Sá þá gera “potatoe-grenades”, ákvað að prófa sjálfur. Þetta snýst um að fá jafnar og nokkuð stórar bökunarkartöflur, taka kjarnann úr þeim og fylla með kjöti og góðgæti, vefja svo með bacon-i og grilla. Ég ákvað að hafa kartöflubombur sem hliðardisk fyrir nautafillet með bearnaise. Svona gerir maður það:

Maður byrjar á því að hola kartöflurnar að innan, það er hægt að gera með þar til gerðu verkfæri eða einfaldlega gera holu með oddhvössum hníf, passa að geyma “tappann”.

Síðan getur maður sett það kjöt sem maður vill inn í, bara muna að smyrja með osti, smjöri eða einhverju öðru áður. Mörgum kann að þykja þetta ansi erótíska athöfn og hún getur verið það….ef þú vilt skilja það þannig 🙂

Þessu næst eru kartöflurnar vafðar í bacon og síðan í álpappír og svo smellt á grillið í ca 40 mín.

Þessu næst gerði ég kjötið klárt, fékk gott hálfs kílóa stykki í Nóatúni, nuddaði grófu salti og pipar í kjötið, steikti á pönnu upp úr miklu smjöri í ca 2 mín á hvorri hlið, svo í ofn þar til kjarnahitinn var 58 gráður.
Á grillið setti ég líka maísstöngla og rauðlauk í bbq.

Raðað öllu á disk þá lítur þetta svona út:

Þetta var djúsí stöff, maður þarf bara að passa að kartöflurnar brenni ekki, bacon-fitan getur myndað bál, passa að fylgjast vel með.

Einkunn: 9,0

2 athugasemdir Bæta þinni við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s