Fylltar kartöflubombur með gráðaosti, döðlum og beikoni.

2016-07-20 20.19.54

Gráðaostur og döðlur eru svaðalegt combo sem gengur upp…alltaf.

Ég hef áður gert kartöflubombur, eiginlega fyrir löngu síðan, í árdaga þessarar síðu, fyrir næstum fjórum árum síðan, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt: https://toddibrasar.com/2012/09/29/kart-flubombur/

Þar sem ég komst yfir glænýjar fallegar Þykkvabæjar kartöflur ákvað ég að henda aftur í kartöflubombur.

Það sem þú þarft er:

4 stórar kartöflur

1 pakki beikon

4 ferskar döðlur

Gráðaostur

BBQ sósa

Sesamfræ

Hvernig ég gerði þetta:

Byrjaði á því að sjóða kartöflurnar til hálfs, svo gerði ég gat í miðjuna og skóf hana út með teskeið.

Döðlurnar og gráðaosturinn er saxaður saman og svo er fyllingunni troðið inn í kartöflurnar, muna að halda þéttingsfast utan um kartöflurnar á meðan svo þær springi ekki. Beikoninu er svo vafið utan um kartöflurnar og passa að loka vel fyrir gatið. Síðan eru þær penslaðar með góðri BBQ-sósu, í þetta sinn notaði ég sósu frá Kjöt og fisk sem hann Ari kokkur gerir, hún er mjööög góð, með fullt af liquid smoke. Síðan er kartöflunum velt upp úr sesamfræjum. Kartöflurnar eru svo bakaðar í ca 30 mínútur við 200°C.

Frábært meðlæti með kjöti, einnig gott að borða eitt og sér nú eða þá daginn eftir að skera kartöflurnar í sneiðar og steikja þær á pönnu. Algjört gúmmelaði.

Ein athugasemd Bæta þinni við

  1. Matthildur Sif Jónsdóttir skrifar:

    þetta lítur verulega girnilega út verður prófað á næstunni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s