Nýjar kartöflur með smjöri og chipotle

2016-07-20 19.33.22

Þegar sumarið er hálfnað má fara búast við fyrstu uppskeru af nýjum kartöflum, það kætast allir við það að fá nýjar kartöflur.

Ég fór í roadtrip í vikunni með vinkonum mínum, Evu og Binnu sem er uppalin í Þykkvabænum og því lá það vel við að kíkja í Þykkvabæinn á æskuslóðir og kanna hvort við gætum ekki fengið að smakka á kartöflugúmmelaði. Við byrjuðum á því að koma við í Þykkvabæjar verksmiðjunni þar sem við vorum leyst út með Beikon-bugðum og öðru kruðeríi. Síðan var haldið inn í bæinn þar sem heimakonan í bílnum, Brynhildur Jensdóttir, þekkti allt eins og handabakið á sér, við fræddumst um hina ýmsu kartöflugarða, hvar væri gott að kela undir vegg, skoðuðum kartöflugeymslurnar, akrana og fengum svo helling af nýuppteknum gullauga kartöflum.

IMG_20160718_215332

Ég á góðar kartöfluminningar frá því ég var barn, foreldrar mínir eru miklir sælkerar, og reyndar við öll systkinin líka og á miðju sumri þegar nýjar kartöflur voru komnar í búðir var yfirleitt keyptur heill haugur og svo voru hinir ýmsu kartöfluréttir á boðstólnum. Nýuppteknar, stappaðar kartöflur með smjöri, salti og tómatsósu er algjörlega stórkostleg fæða og í raun eitthvað sem hefur líklegast bjargað forfeðrum okkar frá hungursneið.

Ég sýð alltaf kartöflur með smá ólívuolíu og salti. Með smá twisti, endurkallaði ég góðar minningar, auk smjörs og salts bætti ég við kartöflustöppuna, avocado, tómötum og rúsínan í pylsuendanum, Spicy Chipotle sósa sem fæst í Krónunni og kostar ekki svo mikið en er alveg prýðileg. Svo einfalt, svo gott.

Kartaflan er merkilegt fyrirbrigði og við erum kartöfluþjóð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s