Pizza með döðlum, rjómaosti, chilli og valhnetum

2016-07-10 19.12.59

Ég smakkaði alls konar pizzur á Ítalíu, misgóðar að sjálfsögðu. Gulli samstarfsmaður minn í Kjöt og fisk bjó um tíma í Bologna og ég heimsótti Bologna í ferðalaginu mínu, hann sagði mér að það væri í lögum á Ítalíu að ef staður vill kalla sig pizzeriu þá verður viðkomandi staður að hafa viðarofn, sem sagt, ekkert færibanda dæmi.

Það var líka mjög algengt sérstaklega á Sikiley að sjávarréttarpizzur voru í forgrunni og einnig krókettupizzur sem eru í raun bara kartöflukökur svona eins og eru á Tower borgurunum á KFC og þá var engin sósa, bara hvítlauksolía, og vitiði hvað? Það er merkilega gott, botninn á þeim pizzum var yfirleitt þykkari. Samkvæmt einum pizzabakaranum sem ég ræddi við þá er mikilvægt að pizzan sé ,,lifandi“, það vill enginn fá fullkomnlega kringlótta pizzu, hún þarf helst að vera aðeins egglaga.

Að koma á markaðinn í Siracusa (Ortigia) var ótrúleg upplifun, þar er rekinn Kolaportsmarkaður á hverjum einasta degi frá kl 8-13 nema einungis með mat. Nýveiddur sverðfiskur, barri, kolkrabbi, ávextir og krydd, allt sem einum brasara getur dottið í hug.

Ég keypti slatta af kryddum og meðal annars þurrkað chilli, sem er kallað paprika þarna. Ég hafði ekki smakkað það en ákvað að setja saman pizzu og að leyfa chilli-inu að njóta sín, kom í ljós seinna að þetta chilli er algjörlega rótsterkt og familíunni lá við hjartaáfalli, mér fannst það hins vegar ljómandi gott enda er ég mjög hrifinn af mat sem fær nefslímið til að flæða.

2016-07-10 18.16.29

Pizzadeig:

400gr hveiti

2 tsk lyftiduft

2 msk vatn

2 msk góð ólívuolía

2 msk hunang

Oregano krydd

Salt

Hvítlaukskrydd

Aðferð:

Allt sett í skál, hnoðað og bætt við vökva eða hveiti ef þarf, flatt út og voila.

2016-07-10 18.30.58

Það kannski hjálpaði líka smá til með kraftinn að ég notaði hvítlauks og chillipestó í staðinn fyrir hefðbundna pizzasósu

Álegg:

Chillipestó frá Jamie Oliver (fæst í Krónunni)

Pizzaostur

Ferskar döðlur (steinhreinsaðar og skornar í tvennt)

Rjómaostur

Valhnetur (gróft muldar)

Þurrkað chilli (skorið smátt)

Spínat

Allt nema spínat sett á pizzuna, bakað í 15 mínútur á hæsta styrk og spínatinu svo dreift yfir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s