Flatkökur með hangikjöti 2.0

2016-11-19-15-42-28

Ég var pantaður til að elda fyrir hóp ferðamanna sem vildu fá eitthvað íslenskt að borða.

Um var að ræða steggjahóp og þeir vildu eitthvað gott, með tilvitnanir í Ísland. Hausinn fór í bleyti. Það íslenskasta ætilega sem mér dettur alltaf í hug er flatkaka með hangikjöti, algjört hnossgæti og yfirleitt á boðstólnum í öllum fermingar-, þorra- og jólaboðum. Ég setti þá smá snúning á þessa þjóðargersemi. Piparrótarsósu og sýrðan rauðlauk.

Sýrði rauðlaukurinn kemur frá Kjöt og fisk, það er ótrúlega gaman að sjá hvað þau eru búin að bæta í á stuttum tíma, alls kyns vörur, tilbúnir réttir og meðlæti, maður fær líka fullt af hugmyndum við að kíkja í búðirnar þeirra auk þess tekur Gulli í Bergstaðastrætinu ávalt á móti manni með bros á vör og útvaldir fá bangsafaðmlag. Kjöt og fiskur í Garðabæ er líka sérlega falleg búð með gott layout, önnur stemming en í miðbænum en virkilega vel heppnað.

Piparrótarsósan (horseradish aioli) er frá Stonewall Kitchen sem ég hef fjallað um áður en fæst líka í Kjöt og fisk.

Matseðillinn fyrir ferðamennina leit út svona út:

Forréttur:

Flatkökur með hangikjöti, piparrótarsósu og sýrðum rauðlauk.

2016-11-19-15-42-21

Aðalréttur:

Lambafile með hvítlauks og rósmarín marineringu, sérlöguð í Kjöt og fisk, algjört hnossgæti. Sætar kartöflur með pekan hnetum og anís, villisveppasósa og bláberjasalat.

2016-11-19-20-39-35

Eftirréttur:

Ostakökufyllt jarðaber með hvítu súkkulaði og silfurperlum, meira um það síðar 😉

2016-11-19-17-03-39

2016-11-19-20-47-15

Það var gríðarleg ánægja með matinn og ég ætla bara að segja það að þessar flatkökur voru algjör leikjabreytir. Hvet ykkur til að prófa.

2 athugasemdir Bæta þinni við

  1. Lateef skrifar:

    Thanks very much for a wonderful meal!

    Lateef

    1. spekoppur skrifar:

      My pleasure, hope you had a nice stay ☺

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s