Fylltar beikondöðlur

2014-08-07 11.38.11

Ferskar döðlur eiga hug minn allann. Ég prófaði mig áfram með fjórar útfærslur á þessu vinsæla kokteilboðssnarli. Þar sem döðlurnar eru ferskar eru þær extra mjúkar og því vil ég gjarnan hafa eitthvað crunchy með, ég tek steininn úr og nota þær hálfar í hvern bita, ég nota svo hálfa sneið af beikoni í hvern bita.Svo er þetta bakað í ca 20 mínútur við 200°c.

2014-08-07 11.13.58

Beikonið læt ég liggja í bleyti í ca hálftíma áður en ég nota það.

2014-08-07 11.18.15

Hér eru útfærslurnar:

  1. Döðlur fylltar með crunchy hnetusmjöri, vafðar með beikoni.
  2. Döðlur fylltar með rjómaosti, vafið í beikon og með muldum svörtum pipar.
  3. Döðlur vafðar með beikoni, smurt með bbq-sósu og með chilli-hrískökum.
  4. Döðlur fylltar með sætu sinnepi, vafðar í beikon og sesamfræ yfir.

2014-08-07 12.00.26

Árni Georgsson verkefnastjóri Beikon-hátíðarinnar sem fer fram 16. ágúst næstkomandi kom í heimsókn í smakk og var hann sérstaklega hrifinn af crunchy hnetusmjörs döðlunum. Það er hægt að gera milljón útfærslur á þessu og erfitt að gera mistök. Ooooh beikon!

Ein athugasemd Bæta þinni við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s