Áður en þú lest þessa færslu þarftu að átta þig á að ég lofaði aldrei að vera með heilsublogg….jafnvel þó eitthvað sé kallað salat, gæti það og inniheldur líklega fleiri kaloríur en flestar steikur.
Svo, það eru margir matgæðingar í fjölskyldunni minni, bróðir minn gerir rosalegar kjötsúpur, faðir er tilraunagjarn og hefur fullkomnað krókódílasteikina, móðir er einstök í meðhöndlun kjúklings og systir mín hugsar oft langt út fyrir boxið í sinni eldamennsku.
Ég skrapp til Englands í heimsókn til hennar um daginn og hún bauð uppá þennan rétt, ég varð heillaður, það þarf að vinna frekar með þetta.
Salatið krefst töluverðs undibúnings en er vel þess virði.
Innihald salats:
3 kjúklingabringur
100 gr smjör
1 poki Sweet chilli Doritos
1 poki (200gr) spínat
1 rauðlaukur
100 gr jarðaber
1 avocado
8 bacon sneiðar (smurðar með bbq-sósu).
Bringurnar eru skornar í bita, velt upp úr bræddu smjöri og síðan úr muldum Doritos flögum. Sett í eldfast mót og í ofn við 200°c í ca 45 mín.
Baconið er smurt með bbq-sósu og smellt á álbakka á grill þangað til það er orðið crispy.
Grænmetið er svo skorið eins og hver og einn vill og öllu blandið „snyrtilega“ saman.
Brauðstangirnar eru basically pizzadeig fyllt með hvítlauk og mozzarella, mozzarella, parmesan, pipar og hvítlaukur á toppinn. Bakað í ca 15 mín við 200°c.
Innihald brauðstanga:
5 dl hveiti
1 msk hunang
1 dl bjór
0,5 dl heitt vatn
0,5 pakki af þurrgeri
Ólívuolía
Salt
Mulið chilli
Þurrefnum blandað saman, svo vökvunum, látið hefast í ca 20 mín, hnoðað aftur og flatt út, brytjuðum mozzarella og olívuolíu dreift á helminginn ásamt hvítlauk. Deigið er lagt saman og lokað vel fyrir. Olía á toppinn, hvítlauku, parmesan, sesamfræ og svartur pipar. Skorið í strimla að bakstri loknum.
Inní og ofaná:
4 hvítlauksrif
Ólívuolía
1 mozzarellakúla
Slatti af parmesan
Svartur pipar
Sesamfræ
Salatið er svo borið fram með góðri sinnepssósu og jafnvel balsamikedik. Salatið og brauðið talar vel saman, það er einhver stemming í þessu, grillaða baconið gefur þessi ákveðið kikk á móti sætunni frá jarðaberjunum.