Ég veit að kjúklingasalat er frekar basic stöff, en ég elska að setja twist á hlutina.
Í þetta salat nota ég:
Spínat
Sætan chilli
Rauðlauk
Rifnar gulrætur
BBQsmurt og ofnbakað bacon
Ristaðar cashew hnetur
Sýrópslegin jarðaber
Kjúkling í raspi með chillihjúp
Jarðaberin eru skorin í bita og látin marinerast í dökku agave-sýrópi
Baconið er lagt á ofnplötu með smjörpappír og smurt með góðri bbq-sósu og bakað þar til það er orðið crispy.
Kjúklingabringur skornar í hæfilega bita, velt upp úr eggi og síðan rasp/kryddblöndu, ég setti hvítlauk, svartanpipar, cajun bbq krydd og þurrkuð chillifræ í mína.
Sett í eldfast mót og bakað í ca 50 mín, passa að baka ekki of mikið þá verður hann þurr.
Borið fram með balsamicsýrópi, Dílíssj!