Brunch í Þrastarlundi

2017-04-23 11.07.10

Bloggarar og Þrastalundur, það er eitthvað.

Allar þessar myndir á samfélagsmiðlum af fallegu fólki að hálfbrosa og stara útí tómið á annars fallegum veitingastað í Bláskógabyggð, þetta virkar.

Ég var með löngun til að prófa brunchinn þeirra, matseðilinn er athyglisverður, fullt af öðruvísi pizzum og ég fíla það að þau séu að sérhæfa sig í brunch um helgar. Þarna er riiisastór sumarbústaðabyggð og svo er þetta bara 10 mínútna akstur frá Selfossi.

Ég var mættur um kl 11:30 og á móti mér tók her starfsmanna, svo margir að ég mig langaði að taka mynd af þeim, þetta var pínu skondið, engin talaði reyndar íslensku en það er líklegast aukaatriði.

Staðurinn er mjög fallegur, smekkleg húsgögn og öðruvísi lausnir. Grænmetismarkaðurinn í anddyrinu var skemmtilegt touch. Staðsetningin er líka gullin á fallegum degi, kjörið að kíkja í göngutúr í Þrastarskóg eftir mat.

2017-04-23 11.17.07

Þjónustan var frábær, vel hugsað um mann og afgreiðslan hröð. Klassíski brunchinn samanstendur af alls konar gúmmelaði.2017-04-23 11.11.44

Beikonið var sérstaklega gott en tvær litlar sneiðar er of lítið, það var bláberjaboost með sem gerði lítið fyrir mig og var eiginlega ofaukið. Sömuleiðis var lime-skyr-ostakaka sem mér fannst lítt spennandi og það hefði í raun verið hægt að sleppa eða auka við eitthvað annað á móti, kannski bæta við einni tegund af brunch á seðilinn, án skyrs og meira af gúmmelaði. Samkvæmt matseðlinum átti að vera pastrami skinka…eitthvað fór lítið fyrir henni en þar var hins vegar ein parma skinku sneið, ekki veit ég hvort þetta hafi verið mistök eða þá að þeir sem setja saman matseðilinn þekki ekki muninn, pastrami=naut parma=svín. Einnig…hver setur franskar kartöflur í brunch??

Það er eitthvað pínu undarlegt við þennan stað, get ekki alveg sett fingurinn á það hvað það er, minnir pínu á hótelið í Shining, allt ofur snyrtilegt og fínt á yfirborðinu en undir niðri og eftir lokun breytist allt og draugarnir fara á stjá.

Brunchinn kostaði 3.290kr á mann sem mér finnst vera verulega vel í lagt, þarna var ekkert sem var svo stórkostlegt að það verðskuldaði að kosta jafn mikið og máltíð t.d. á Messanum. Brunchinn á Akureyri Backpackers pakkar þesum brunch saman alla daga bæði hvað varðar gæði og verð.

Í heildina, dýr, miðlungs brunch á fallegum stað í skemmtilegu umhverfi.

Heimasíða: Þrastarlundur

Kostir: Stemmning, gott beikon, frábærar pönnukökur, góð egg.

Gallar: Dýrt, lítið beikon, of mikið skyrsull.

Stjörnur:

3

…og svo bara af því ég fékk ekki að vera með:

2017-04-23 11.56.18

PS: Þessi færsla er ekki kostuð…ekki frekar en neitt sem ég geri 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s