KEX – Djákninn á Myrká

Fór á KEX og fékk mér Djáknan á Myrká (beikonvafðar döðlur) og Sæma chips (kartöflubátar með kúmen-majó). Þetta var gúrmei nasl, gott með bjórnum og beikonið var nálægt fullkomnum. Majóið var athyglisvert, ég fann Turmerk keim. Athyglistvert. Einkunn: 9,0

Krydd og Kavíar – Pylsur

Loksins eitthvað almennilegt í matinn í mötuneytinu hjá Krydd & Kavíar, kalkúnapylsa, bratwurst og frankfurter, tómatsósa, sinnep, pretzel og kartöflusalat…og gular baunir. Jömm! Einkunn: 8,0

Gandhi – alls konar

Smellti mér á Gandhi sem er indverskur (döh!) veitingastaður fyrir neðan Skólabrú. Lætur ekki mikið yfir sér en um leið og inn er komið taka huggulegheitin við, frábært viðmót starfsfólks, góð lykt á staðnum og Bollywood tónar í græjunum. Ég hefði viljað panta mér 7-8 rétti til að smakka en verðlagning staðarins eða kannski frekar…

NAM – Hrísgrjón með kjúklingi

Hrísgrjón með kjúklingi frá Nam í Ártúnsbrekkunni. Ótrúlega góður matur, skil ekki af hverju þeir opna ekki stað nær siðmenningunni. Svolítið flókið að panta matinn hjá þeim, þ.e.a.s. maður velur allt í réttinn sinn sjálfur. Ég fékk mér hrísgrjón með kjúklingasúpu, bauna-grænmeti, kjúklingur, kryddhrísgrjón, wasabi-majónes, bangbang-sósa, ristaður hvítlaukur og hnetur. Skolað niður með Diet Canada…

E. Finnsson, já takk!

Eitt best geymda leyndarmálið í eldhúsinu, E.Finnsson Hunangs sinnepssósan, mjög ódýr en óóótrúlega góð og passar með öllu, rífur pínu í alveg nákvæmlega eins og sinnepssósur eiga að gera. Topnotch!

Ruby Tuesday – BBQ Steakhouse borgari

Þetta er BBQ Steakhouse borgari á Ruby Tuesday, algjör hnulli, með laukstráum, bbq-sósu, nóg af sinnepi og mæjó. Virkilega góður borgari, nóg af kjöti, full mikið af frönskum og algjört lykilatriði að fá sér hunangs-sinnepssósu með. Einkunn: 8,5

Hamborgarafabrikkan – Herra Rokk

Hamborgarafabrikkan, Herra rokk. Virkilega góður borgari, gráðostur, egg, beikon..mmm beikon! Væri brill að bæta við sultuðum rauðlauk til að vega uppá móti ostinum. Eini mínusinn við þennan rétt eru fröllurnar, mér finnst þær vera annars flokks, framsetningin er annars ágætt þó svo diskurinn mætti vera minni. Einkunn: 8,0

Pylsuvagninn í Laugardal – Frönsk pylsa með chillisinnepi

Eftir ferð á vel heppnaðan fótboltaleik er fátt betra en að koma við í pylsuvagninum í Laugardal og fá sér eina franska með sinneps-chilli sósu. Sósu-úrvalið þar er gríðarlegt en ég mæli sérstaklega með sinneps-chilli-inu, rífur vel í og hefur ljúft eftirbragð. ÞEssu skal svo skolað niður með annað hvort Malt í gleri eða sykurskertri…

Saffran – Heitur trópískur draumur

Saffran – Heitur trópískur draumur. Kjúklingur, rjómaostur, bananar og oregon á speltbotni. Sumir kalla þetta hrökkbrauðsbotninn. Ég er hrifinn af þessari, á alltaf erfitt að velja á milli þessarar og þeirrar marokkósku með Turmerc lambakjötinu. Bananarnir gera útslagið, það er eitthvað við banana á pizzu sem gerir mig ruglaðann. Salatið er ágætt með en oft…

Thaimatstofan – Pad Thai & Massaman

Letin tók völdin, náði í take-away frá Núðluhúsinu. Massaman og Pad-Thai. Líklegast besti Thai-matur á landinu. Krua-Thai er klárlega ofmetinn en Thai-matstofan er góð ef maður er á hraðferð. Na na thai í Skeifunni er líklegast með bestu Massaman sósuna vel creamy en overall held ég að Núðluhúsið hafi vinninginn. Pad-Thai-ið var mjög gott, gæða…