Smellti mér á Gandhi sem er indverskur (döh!) veitingastaður fyrir neðan Skólabrú. Lætur ekki mikið yfir sér en um leið og inn er komið taka huggulegheitin við, frábært viðmót starfsfólks, góð lykt á staðnum og Bollywood tónar í græjunum.
Ég hefði viljað panta mér 7-8 rétti til að smakka en verðlagning staðarins eða kannski frekar mánaðarlaunin mín leyfðu það ekki. Fékk djúpsteikta sveppi og poppadumhs í forrétt, Bollywood lamb, butter chicken, candy-naan, hvítlauks-naan, hrísgrjón, raitu og dulu. Í stuttu máli þá var þetta frábær matur. Mjög authentic bragð, hægt að greina allar kryddtegundirnar í réttinum og greinilega ekkert dósajukk. A-Indía…passaðu þig, það er kominn nýr Indverji í bæinn.
Einkunn: 9,5