Mesquite!

Laugardagar eru grill-dagar. Kryddaði kjúklingabringur með Mesquite frá McCormick sem er fáránlega gott smokey krydd, lét svo liggja í bbq-sósu í klukkutíma áður en ég smellti þessu á grillið.

Var ekki með salat en grillaði rauðlauk (skar kross í toppinn og setti smjör í sárið), sætar kartöflur, vorlauk og sæta papriku. Síðan bjó ég til dressingu:

Má eiginlega segja að hún hafi verið stjarna kvöldsins. Innihélt, hreina jógúrt, 3 hvítlauksrif, einn chilli pipar, dass af hunangi, dass af sætri bbq-sósu, salt og pipar. Gómsætt.

Bauð svo uppá pylsur fyrir börnin sem ég var með í láni.

Einkunn: 8,5

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s