Krydd & kavíar – hamborgari

Hamborgari með bacon (mmm bacon) hrásalat, gular baunir (að sjálfsögðu) og kartöflubátar frá Krydd og Kavíar (a.k.a. Lítið krydd og engin kavíar). Frekar bragðlaust kjöt, þunnur og seigur borgari, brauðið var ekki hitað og sósurnar voru bragðlausar. Einkunn: 5,0 (draslflokkur)

Greifinn – grísaloka

Grísaloka á Greifanum á Akureyri. Kom verulega á óvart gæða grísakjöt marinerað í teryiaki legi, gott combo með sultuðum rauðlauk. Var einn af ódýrustu réttunum á annars allt of dýrum matseðli. Einkunn 8,5.

Hótel Geirland – hamborgari

Hamborgari á Hótel Geirlandi á Kirkjubæjarklaustri. Einfaldur, kjötið lítið sem ekkert kryddað, gúrkur, tómatur og kál. Engin ostur og engin laukur. Slæmt. Einkunn 3,5