Hrísgrjón með kjúklingi frá Nam í Ártúnsbrekkunni. Ótrúlega góður matur, skil ekki af hverju þeir opna ekki stað nær siðmenningunni. Svolítið flókið að panta matinn hjá þeim, þ.e.a.s. maður velur allt í réttinn sinn sjálfur. Ég fékk mér hrísgrjón með kjúklingasúpu, bauna-grænmeti, kjúklingur, kryddhrísgrjón, wasabi-majónes, bangbang-sósa, ristaður hvítlaukur og hnetur. Skolað niður með Diet Canada Dry Ginger Ale (fæst í Kosti, frábær drykkur (sérstaklega í áfenga drykki)).
Einkunn: 9,0