Smákökur með Piparlakkrískurli og hnetu M&M’s

Ég er maður með mikið skegg, skegg er notalegt, ég nota skeggolíur og feiti í skeggið, ein af þessum skeggolíum er með vanillu- og kökulykt…í morgun eftir sturtu setti ég á mig téða olíu og fékk hugljómun!

2018-11-24 19.44.37

Smákökudeigið sjálft er klassískt og frekar basic, svo þarf að gera tilbrigði við stef. Ég vil hafa ríkjandi vanillubragð og nota þar af leiðandi frekar mikið af vanilludropum, hnetusmjör gefur deiginu extra fyllingu og þetta Piparlakkrískurl frá Nóa Sírius er stórhættulegt og kemur með x-factorinn. Gula M&M-ið er svo klassískt, ég fékk alltaf gult M&M á jólunum og stundum á páskunum hjá ömmu þannig að mér finnst það alltaf eitthvað svo hátíðlegt.

Þú þarft:

 • 120 gr sykur
 • 80gr púðursykur
 • 125gr smjör (bráðið)
 • 1 egg
 • hálft glas vanilludropar
 • Tvær þéttar matskeiðar hnetusmjör
 • 200gr hveiti
 • 1 teskeið salt
 • hálf teskeið lyftiduft
 • hálf teskeið matarsódi
 • 3/4 poki af gulu M&M (165gr poki)
 • hálfur poki af piparlakkrís kurli

Sykur, púðursykur og smjör hrært saman þar til það er létt og fluffy. Egg, dropar og hnetusmjör blandað saman við. Þurrefnum bætt útí jafnt og þétt og VOILÁ! Þið hafið gert klassískt smákökudeig! Piparlakkrísnum og M&M-inu er svo bætt útí. Mótið litlar kúlur, bakið á plötu við 200°C í ca 12-15 mínútur.

IMG_20181124_204537_434

Ilmurinn úr eldhúsinu er verulega lokkandi! Maður þarf að passa að baka kökurnar ekki of lengi…sumum nægir meira segja að baka þær ekki neitt, rúlla bara deiginu upp í pulsu, geyma í ísskáp og narta svo í það eða hræra saman við ís. Góð hugmynd Töddi!

2018-11-24 20.36.41

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s