Beisik bananabrauð

Hér er á ferðinni mjög beisik bananabrauð sem ég tvíka aðeins til með hnetusmjöri og möndludropum, það gefur brauðinu enn meiri kökublæ.

2019-12-02 20.33.36

Börnin elska bananabrauð í nesti og það er svo ótrúlega hentugt að skera það niður meðan það er volgt og frysta sneiðarnar.

Þú þarft:

  • 75gr sykur
  • 75gr púðursykur
  • 2 egg
  • 1 tsk möndludropa
  • 2 msk gróft hnetusmjör
  • 3 gamla banana
  • 220gr hveiti
  • 0,5 tsk lyftiduft
  • 0,5 tsk matarsódi
  • 1 tsk kanill
  • 0,5 tsk salt

Sykur, púðursykur og egg er þeytt saman þar til það er létt og ljóst. Þá eru möndludropar og hnetusmjör sett saman við og hrært…NB það er lang einfaldast að gera þetta í hrærivél, leyfa henni bara að malla á milli atriða. 3 stappaðir bananar eru saman við og hrært vel. Restin af þurrefnunum  svo blandað saman og sett í rólegum útí. Áferðin á að vera pínu slepjuleg.

Þetta er svo sett í brauðform og bakað í ca 45mín við 175°C.

Mér finnst reyndar alltaf best að smyrja það með miklu smjöri og osti meðan það er enn heitt og drekka mjólk með klökum með.

2019-12-02 21.54.21

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s