Royal leyndarmálið

Ég hef elskað Royal búðinga frá því ég var pínupínu lítill.

Þegar ég smakka þá i dag þá fyllist ég einhverri nostalgíu, allt er óbreytt, engin nýsköpun, ekkert diet-dæmi, ekkert prótein rugl, bara hardcore snaróhollur instant búðingur.

2020-02-21 20.43.04

Umbúðirnar eru næstum þær sömu og fyrir 30 árum, þetta er svo klassískt, kitch, það þarf enga nýsköpun hér, eins og segir á pakkanum: „For Scumpious deserts everytime…Always Reach For Royal“ hversu geggjað slagorð!?

2020-02-21 21.47.43

Ég fékk einu sinni tækifæri til að heimsækja verksmiðjuna þeirra á Blönduósi, já ég sagði Blönduósi. Sama verksmiðja og framleiðir Vilko súpur og Prima krydd. Fyrirtækið heitir Flóra og er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt með minimalískum hætti frá árinu 1935. Það er eitthvað ótrúlega sjarmerandi við þetta dæmi.

Þegar ég var krakki var yfirleitt boðið uppá klassískan karamellu og súkkulaðibúðing með þeyttum rjóma, bönunum og kókosmjöli. Yfirleitt óskaði ég mér að ég ætti töfraskál sem virkaði þannig að hún tæmdist aldrei, endalaus búðingsskál…góð hugmynd.

Svo allt í einu árið 2020 dettur þeim í hug að koma með nýja vöru á markað…saltkaramellu búðing. OG HANN ER GLORIOUS.

2020-02-21 20.05.54

Galdurinn við Royal er einfaldleikinn, þetta er bara hálfur líter af mjólk, duftið útí, hræra og steinþegiðu! Það er skýrt tekið fram á pakkanum að maður eigi að blanda akkúrat hálfum líter saman við innihald pakkans….en hér kemur stóra leyndarmálið…hættu að lesa hér ef þú vilt ekki vita meira…

Í staðinn fyrir 500ml af mjólk…prófið að setja bara 400ml í staðinn, búðingurinn hleypur betur og verður bragðsterkari og áferðarfallegri og heimur þinn mun ljóma!

giphy

Ég notaði þetta trikk á súkkulaði og saltkaramellubúðing fyrir fjölskylduna, skellti smá þeyttum rjóma með og fínt skornum vel þroskuðum banana til að kitla nostalgíuna. Svo til að halda neistanum sáldraði ég muldum pistasíum yfir.

Börnin elska Royal, fullorðnir elska Royal.

2020-02-21 20.42.45

H5wVKXPIrYupVXyuPu

ATH. Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt, ég raunverulega elska Royal.

Færðu inn athugasemd