Fyllt foccacia muffins

Að gera gott foccacia er eiginlega jafn auðvelt og að gera pizzadeig. Bara nota aðeins meiri olíu, krydd og láta hefast alla vega tvisvar. Hér er t.d. uppskriftin mín að Friggin Foccacia.

Ég átti ekkert durum hveiti að þessu sinni og notaði bara venjulegt hveiti, annars er þetta einhvern veginn svona:

  • 5dl hveiti
  • 1 pk þurrger
  • 1 msk sykur
  • 1 bolli volgt vatn
  • ca 1 bolli ólívuolía
  • Hvítlaukskrydd, basil, oregano eða annað sem þig langar í

Ég hnoða þetta duglega í vél og lauma svo skálinni inn í ofn á lægsta styrk í ca 30 mín. Þá tekur deigið vel við sér, þá hnoða ég í höndunum og bæti við smá hveiti og olíu og hnoða þar til það verður alveg…mushy, slétt og fínt, þá set ég það aftur í ofninn í skálinni í ca 15 mínútur, hnoða aftur létt og þá erum við tilbúin í muffin formið.

foccaciamuffin

Ég gerði tvenns konar fyllingar, annars vegar pizzusósu, pepperoni og mozzarella og hins vegar pesto frá Vínbóndanum og mozzarella.

2020-03-18 17.22.26

Ég tók smá hluta af deiginu til hliðar sem ég notaði sem topp. Setti deigkúlu í olíusmurt formið og pressaði aðeins niður. BTW deigið er enn að hefa sig á þessum tímapunkti, svo fór fyllingin í og þá toppurinn. Svo setti ég chilli olíu og þurrkað basil yfir og stakk í gegnum allt með gaffli.

Bakað í 15 mínútur á 200°C á yfir og undir hita og svo blástur í 3-4 mínútur, þá verður toppurinn stökkur en miðjan mjúk.

2020-03-18 17.59.03

20200318_194918

 

Færðu inn athugasemd