Friggin foccacia!

Foccacia, heilaga brauðið, ég gæti lifað á þessu!

Við erum ekki alveg að tala um hefðbundið foccacia heldur er þetta FRIGGIN FOCCACIA! Hlaðið af ólívum, mozzarella, chilli, hvítlauk og ég veit ekki hvað og hvað.

Þetta er pínu föndur og maður þarf að gefa sér smá tíma en í raun er þetta basic, hugsaðu um pizzadeig sem þarf að hefast þrisvar og með aðeins meiri olíu.

Í eitt brauð þarftu:

 • 2,5 dl hveiti
 • 2,5 dl durumhveiti
 • 2 tsk þurrger
 • 2 msk hrásykur
 • Hálft glas volgt vatn
 • 2,5 dl ólívuolía
 • Sjávarsalt

Ofan á þarftu:

 • Kraminn hvítlauk
 • Grænar ólívur…(ragnar grímsson)
 • 1 stóra mozzarella kúlu
 • Ferskt rósmarín

Volgt vatn, þurrger og sykur er látið leysast upp í bolla. Hveitinu er blandað saman með salti. Ca 1,5dl af ólívuolíu er sett saman við þurrefnin og blandað saman, gerblöndunni er svo líka blandað saman við og hnoðað duglega í ca 3 mín. Látið hefast í 20 mín. Hnoðað duglega með slettu af ólívuolíu, látið hvíla í ca 10 mín. Hnoðað aftur og flatt út í eldfast mót.

Dreifi svo hvítlauknum yfir ásamt chilli og salti og raða svo ólívunum eins og ég sé fjöldamorðingi. Ríf mozzarella yfir og legg rósmarín ofan á eins og ég sé að vanda mig. Setja rakt viskustykki yfir og leyfa þessu að jafna sig í ca. 10 mín. Svo er þetta bakað við 180°C í ca 20 mínútur eða þar til þið fáið á tilfinninguna að þetta sé alveg að verða tilbúið, best að taka út rétt áður en þið haldið að brauðið sé ready, leyfa því að hvíla aðeins, fjarlægja brennda rósmarínið og svo bara DIG IN!

giphy

IMG_20180902_193613_842

Ein athugasemd Bæta þinni við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s