Hinsegin djúpsteikt blátt blómkál

Hinsegin dagar eru í pípunum og því ber að fagna. Það þarf ekki allt að vera eins, það þarf ekki allt að vera litlaust, það þarf ekki allt að vera leiðinlegt. Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir fái að vera eins og þeir vilja vera.

2018-08-08 18.45.28

Tempura gerir allt betra, það er hægt að bókstaflega djúpsteikja allt…meira segja blómkál! Venjulegt djúpsteikt blómkál er gott, en þetta er betra. Ég set reykt paprikukrydd, fennelfræ og sesamfræ útí tempura deigið og bláan matarlit, af því það er miklu skemmtilegra.

Þú þarft:

  • Blómkál (skorið í hæfilega munnbita)
  • Tempura mix (fæst í flestum Asíu-búðum eins og t.d. Mai Thai á Hlemmi)
  • Reykt paprikuduft
  • Fennelfræ
  • Sesamfræ
  • Bláan matarlit
  • Isio 4 matarolíu
  • Sósur til að dýfa í

Tempura mixið er ofsalega auðvelt að græja, maður setur bara smá duft í skál og vatn saman við þar til réttu þykktinni er náð (svona eins og þunn jógúrt). Svo setur maður kryddin og matarlitinn saman við og hrærir vel.

Blómkálinu er svo dýft í deigið og djúpsteikt þar til gylltir blettir sjást á blómkálinu, svo einfalt er það nú.

2018-08-08 18.14.02

Svo er bara að stilla þessu fallega upp, dýfa í góða sósu, ég nota hunangs sinnep og sriracha mæjó, og njóta.

2018-08-08 18.48.50
Jiiii hvað þetta er fallegt!

 

Fögnum fjölbreytileikanum!

Gleðilega Hinsegin daga!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s