Sólbaðað sumarsalat

Ég er nýkominn heim frá Napólí á Ítalíu þar sem ég tók inn sólarskammtinn fyrir þetta sumar.

Stundum finnst mér eins og matur geti breytt öllu, einn lítill réttur eða lykt af mat getur fært mig á milli staða í huganum. IMG_20180713_153840_552

Ég veit að sumarið hérna í Reykjavík er búið að vera frekar…blautt, grátt og þreytt, en við getum auðveldlega gefið okkur smá breik með því að borða rétta matinn, hlusta á réttu tónlistina, velja að vakna brosandi og stíga nokkur dansspor á náttfötunum á morgnanna.

giphy

Ég er rosa hrifinn af góðu kúskús salati, það er hægt að fá venjulegt kúskús bra í Bónus með engu bragði eða neitt, en svo er líka hægt að fá Ainsley kúskús-ið í Krónunni og í Costco fæst það í gígantískum umbúðum, Spice Sensation er bara mjög gott og ótrúlega einfalt í undirbúningi, ég set hins vegar alltaf smá twist á það.

2018-07-19 19.17.01
Ainsley’s fæst í Krónunni og Costco og PastaZARA venjulegt fæst í Bónus.

Þú þarft:

  • Ainsley Spice Sensation kúskús (ca 3 skeiðar fyrir hvern sem er í mat)
  • Ólívuolía
  • Hálf sítróna (með kjötinu)
  • Döðlur
  • Avocado
  • Bakaðar/ristaðar möndlur
  • Þurrkað chilli
  • Salt

Kúskúsið er mjög einfalt í undirbúningi, bara sjóða vatn, hella temmilega miklu út á kúskúsið og smá slettu af olíu, láta standa, hræra með gafli, standa smá og flöffa með gafli.

Í staðinn fyrir hefðbundna ólívuolíu finnst mér gott að nota chilli-olíu, Olitalia olían er ágæt og hún fæst í Krónunni, reyndar er vöruúrvalið í Krónunni núna nokkuð gott, þetta er ekki kostuð færsla á neinn hátt og úrvalið er ekkert í samanburði við erlendar búðir en á íslenskan mælikvarða er það bara ljómandi gott.

Ég baka möndlur með smoked paprika kryddi, salti, fennelfræjum og ólívuolíu og brytja svo gróft og set út í salatið.

2018-07-19 19.15.26

Döðlurnar fara smátt saxaðar út á kúskúsið og safinn og kjötið úr hálfri sítrónu líka ásamt chillifræjunum og grófum avocadobitum. Nú er þetta farið að líta ansi vel út. Það er í góðu lagi að borða salatið bara svona en mér finnst gott að bera það fram með romain-salati, sem er BTW uppáhalds salatið mitt, það þarf ekkert að brytja það eða neitt, bara leggja það niður, smá olía yfir og gróft salt.

Svo við tökum þetta skrefinu lengra og færum okkur nær Miðjarðarhafinu þá set ég mozzarella kúlur og Brianna’s hunangs sinneps dressingu yfir, sem fæst BTW líka í Krónunni.

Geggjaður réttur sem færir manni sól í hjarta…og maga, fer sérstaklega vel með temmilega sætu hvítvíni.

2018-07-19 19.40.51

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s