Ég er veikur fyrir ostakökum, fárveikur. Ég elska að prófa mig áfram með fyllingar, áferð og framsetningu. Þessi ostakaka er súper einföld. Ég er með tvenns konar fyllingar, annars vegar rjómaost og jarðaberja Hershey‘s sýróp og hins vegar töfrabragð í rjóma og vanillubúðing. Ef þið hafið ekki prófað að hræra einn pakka af Royal vanillubúðing…
Category: Bakkelsi og kruðerí
Sætmeti og félagar
Ostakex með rósmarín og sesamfræjum
Ostur var líklegast fundinn upp á himnum…eða af mjög færum kúabónda. Alla vega, góður cheddar ostur fær hjarta mitt til að taka kipp. Snowdonia cheddar osturinn sem fæst núna út um allt er mjög góður, ég er hrifnastur af þeim svarta sem er extra þroskaður og með smá reykkeim. Sá appelsínuguli með engiferi er líka…
Fylltar súkkulaðikökur með kókos mascarponekremi
Elsku Betty, er eitthvað sem hún getur ekki?
Stormsveitarkökur með sítrónukremi
Ó hvað ég elska næstum tilbúnar og einfaldar lausnir. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið. Í Kosti er hægt að fá mikið úrval af Betty Crocker vörum sem fást ekki annars staðar og sömuleiðis svipaðar vörur eins og kökumixið frá Pillsbury sem ég notaði í þessar kökur. Ég er nýkominn frá New York og er bandarísk…
Svarthöfðakökur með lakkríssalti
Þessar kökur eru tileinkaðar öllum Star Wars aðdáendunum þarna úti. Eins og ég hef áður skrifað um þá er eldhúsið mitt málað með litapallettu úr Star Wars sjá hér: https://toddibrasar.com/2016/04/01/eldhusid-musterid/ Ég elska að eiga nördakvöld, poppa, og horfa á gömlu Star Wars myndirnar, það er eitthvað við þær, einhver hlýja, einhver mannlegur breyskleiki sem er svo…
Jarðaberja jólakúlur
Ég hef gert nokkrar útgáfur af ostakökufylltum jarðaberjum og skrifað um, yfirleitt er fólk mjög hrifið þar sem þetta er frekar einfalt, myndrænt, fallegt og rosalega bragðgott. Ég notaði Driscol jarðaber, sem fást yfirleitt í Krónunni, þar sem þau eru rosalega bragðgóð, aðeins sætari en venjulegu jarðaberin sem eru risastór og frekar bragðlaus. Hérna kemur…
Pistasíusnúðar með hvítu súkkulaði
Snúðarnir í Brauð og co. hafa breytt lífi mínu…eða svona næstum því. Smjördeigs vanillusnúðar eða appelsínu og lakkríssnúðar, ég slefa við tilhugsunina. Það er mikið unnið með smjördeigið á Sikiley…og pistasíur eins og áður hefur komið fram í fyrri færslum. Ég ramblaði inn í túristabúð í Siracusa á síðasta deginum mínum á Sikiley í sumar…
Ostakökufyllt jarðaber
Á sumrin er gott að gera vel við sig í mat og drykk…sem og á öðrum árstíðum. Ég er mikill aðdáandi ostakökukrems og ég elska bara ostakökur yfir höfuð. Ég hef prófað margar útfærslur á kremi, hver hefur sinn sjarma. Stundum finnst mér gott að nota vanillubúðing frá Royal, hef prófað að gera New York…
Möndlukaka með Lemon Curd
Lífið þarf ekki alltaf að vera svo flókið. Ég á góðar æskuminningar tengdar því að sitja með föður mínum við eldhúsborðið heima, við fáum okkur möndluköku, ég með mjólk og hann með kaffi. Hann skar alltaf sneiðarnar í litla teninga sem pössuðu uppí mann og leysti þar með mylsnuvesenið. Í Kjöt og fisk búðinni, sem…
Súkkulaðikvartett
Súkkulaðikvartett-kökur Hvernig kemur maður fjórum tegundum af súkkulaði í eina uppskrift án þess að því sé ofgert? Svarið fæst með þessum dásamlegu kökum. Það er í raun mjög erfitt að halda sig frá þessu deigi, það væri hægt að bera það fram með t.d. vanilluís óbakað. Saltið dregur fram það besta í súkkulaðinu og Nutella…