New York ostakaka

Stundum fæ ég á heilann að ég verði að smakka hitt og þetta, elda hitt og þetta, eða gera eitthvað og eina leiðin til að losna við craving….er að láta það eftir þér. New York ostakaka er yfirleitt með sætum botni og osturinn með miklum vanillukeim, svo eru jarðaber á toppnum. Botninn er yfirleitt bakaður…en…

Karamellu ,,blondies“

Flestir þekkja hugtakið um brownies, þessar mjúku, seigu súkkulaði koddakökur með ríku súkkulaðibragði sem getur sent mann til himna í einum munnbita. Blondies eru í raun bara brownies án súkkulaði og með miklu vanillubragði og yfirleitt hvítu súkkulaði, ég notaði Butterscotch karamelludropa frá Nestlé í þessa uppskrift (oohh elsku Kostur!) Til að hressa þetta svo…

Jarðaber með bingókúlusúkkulaði

Oooh krakkar, það er fátt jafn indulgent og súkkulaðihúðuð jarðaber…nema þau séu súkkulaðihúðuð með bingókúlu-súkkulaði!! Ég seldi úr mér annað nýrað og keypti mér eitt box af íslenskum jarðaberjum, þau eru aðeins sætari og bragðmeiri en þau hollensku eða egypsku. Tæplega einn poki af bingókúlum, dass af ljósu hjúpsúkkulaði og smá sletta af rjóma fór…

Hnetusmjörs- og lakkrísmuffins með appelsínuglassúr

Muffins, múffur, bollakökur, hvað sem þið viljið kalla það, ég elska þetta allt! Þetta fjúsíon á milli hnetusmjörs og lakkrís er rosalegt. Markaðsdeild Nóa Sírius er á fullu þessa daganna við að blanda saman alls konar í kassa fyrir útlendingana, sá núna síðast, Nóa Kropp og Lakkrískonfekt saman, það er athyglisvert. Ég hef hins vegar…

Piparmyntu Nóa kropps Nutella ostakaka

Móðir mín…ok svona ættu allar færslur að byrja. Móðir mín elskar ostakökur og hún elskar Nóa kropp, hún kenndi mér líka mjög ungum að elska Pipp og amma, mamma hennar kenndi mér að borða Remi kexið, þessi færsla er þess vegna til heiðurs þeim konum sem stærstan hluta eiga í uppeldi mínu og bera að…

Reese´s Pieces eplapæ

Ég er með svakalegt blæti fyrir góðum pæum. Það jafnast fátt á við pekanpæ með dísætri og mjúkri fyllingu sem bragðast eins og gula stöffið í Jóa Fel vínarbrauðunum, ég held hann hljóti að setja eitthvað töfraefni útí það custard (sem ég held þetta sé). Þar er annar punktur, vanillu custard, einhvers konar hlaup eða…

Banana og saltlakkrís Nutella muffins

Á ferðum mínum um heiminn…eins og einn góður vinur minn kallar utanlandsferðir sínar, þá finnst mér yfirleitt skemmtilegast að fara í matvörubúðir og markaði, undarlegt ég veit. Það er eitthvað við uppröðunina, allt úrvalið, litina, eitthvað sem kveikir í mér gatherer eðlið. Ég hef flutt mörg kíló af ostum heim með mér frá Frakklandi, pylsur…

Kaffiostakaka með bönunum og Bingókúlusósu

Já hæ! Þessi titill, segir eiginlega allt sem segja þarf. Ég elska banana í mat og bakstur. Mig vantaði fljótlegan eftirrétt um páskana þannig að ég greip sælkera kaffiostaköku úr búðinni, skar niður banana og gluðaði svo Bingókúlusósu yfir og viti menn, þetta er rosalegt! Í sósuna notaði ég: 1 poka Bingókúlur hálfan pela rjóma…

Pekan-baka

Ameríkublætið mitt er að ná nýjum hæðum (lægðum?) þessa daganna. Ég er búinn að vera með craving í pekanböku eftir að ég smakkaði pekanböku lífs míns á Þakkargjörðarhátíð á Cabin Hótel í Borgartúni 2011 (Classy? Vissulega!, Júss? Svo sannarlega!) Ég hef ekki þorað að leggja í þessa aðgerð fyrr en nú, ég fæ lánaðar hugmyndir…

Bananabrauð

Louis Prima söng einu sinni lag þar sem viðlagið var…,,Bananabread for my baby, and a glass of plain water for me“. Stórundarlegt. Bananabrauð er hins vegar dásamlegt, sérstaklega á aðfangadagsmorgunn, heitt, lungamjúkt og með miklu smjöri og osti. 150 gr sykur 2 egg 225 gr hveiti 1 tsk vanilludropar 1 tsk salt 0,5 tsk matarsódi…