Banana og saltlakkrís Nutella muffins

2015-04-07 21.14.39

Á ferðum mínum um heiminn…eins og einn góður vinur minn kallar utanlandsferðir sínar, þá finnst mér yfirleitt skemmtilegast að fara í matvörubúðir og markaði, undarlegt ég veit.

Það er eitthvað við uppröðunina, allt úrvalið, litina, eitthvað sem kveikir í mér gatherer eðlið.

Ég hef flutt mörg kíló af ostum heim með mér frá Frakklandi, pylsur frá Skotlandi, gos frá flestum löndum sem ég hef heimsótt og núna nýverið var ég í Svíþjóð og þá gat ég ekki annað en keypt mér góðan lager af Marabou súkkulaði með alls konar kruðeríi.

Þetta saltlakkrís súkkulaði er óstöðvandi, þetta er stórkostlegt, ég held þetta fáist stundum í Ikea, hlaupið þangað NÚNA.

Þessar muffins eru svona hálfgert járnbrautarslys en svakalega eru þær bragðgóðar, ég meina, hvað er ekki hægt að meta þarna?
Marabou Saltlakkrís súkkulaði? GOTT
Bananar? GÓÐIR
Nutella? holymoly!
Litaflokkað M&M? Nei hættu nú alveg!

Hérna er svo uppskriftin:
200gr hveiti
100gr heilhveiti
2 tsk lyftiduft
smá salt
200 gr sykur
125 gr smjör
3 tsk vanilludropar
2 bananar
3 egg
smá mjólk
2 kúfaðar matskeiðar af Nutella
1 King size plata af Marabou saltlakkrís súkkulaði
M&M…ef þú vilt.

Smjör og sykur er þeytt vel saman, eggin svo einu af öðru sett útí, svo stappaðir bananar, mjólk og vanilludropar.
Þurrefnunum er svo blandað saman og blandað rólega saman við. Þá er brytjað súkkulaðið sett útí, í restina „swirlar“ (kann ekki betra hugtak) maður Nutella-nu saman við, samt ekki of mikið.
2015-04-07 21.39.10
Sett í muffins form, bakað við 200°c í 20 mínútur.

Halló léttmjólk með klökum!

2015-04-07 22.33.39

2015-04-07 22.33.09

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s