Pekan-baka

IMG_20150114_211522

Ameríkublætið mitt er að ná nýjum hæðum (lægðum?) þessa daganna. Ég er búinn að vera með craving í pekanböku eftir að ég smakkaði pekanböku lífs míns á Þakkargjörðarhátíð á Cabin Hótel í Borgartúni 2011 (Classy? Vissulega!, Júss? Svo sannarlega!)

Ég hef ekki þorað að leggja í þessa aðgerð fyrr en nú, ég fæ lánaðar hugmyndir héðan og þaðan en get ekki heimilda þar sem ég set mitt twist á verknaðinn, Dagur bróðir minn var líka svo ljúfur að fara í tilraunastarfssemina með mér og aðstoða.

Bökudeig:
50gr möndlur (muldar)
200 gr hveiti
120 gr kalt smjör í litlum bitum
3 msk sykur
0,5 tsk salt
3 msk ísvatn
Kanill
250 gr pekanhnetur

Gumsið:
100gr smjör, mjúkt í bitum…jafnvel bráðið.
150gr sykur
3 egg
3 tsk vanilludropar
2,5 dl súrmjólk

Aðferð:
Botn:
Möndlurnar eru grófmuldar í matvinnsluvél, hveiti, smjör, salt, sykur sett útí og mixað vel, síðan er vatninu laumað smátt og smátt í og mixað vel þar til deigið er orðið þétt.
Síðan er deigið hnoðað þar til það er orðið mjúkt og hlýtt, flatt út og sett í bökuform, afgangar skornir af og geymdir þar til síðar. Sett í ísskáp meðan gumsið er græjað.
2015-01-14 20.51.322015-01-14 20.55.07
Gums:
Sykur og smjör er þeytt vel saman þar til létt og ljóst (klassísk lína), eggjunum einu af öðru bætt útí, svo súrmjólkin og droparnir, hrært vel.

Deigið er tekið úr ísskápnum og 150gr af pekanhnetum eru muldar og settar á botninn svo að þekji, gumsinu er svo hellt yfir og ef við eigum afgangsdeig er tilvalið að gera eitthvað dúllerí á toppinn og raða svo restinni af hnetunum upp í exótískt mynstur.
Bakið svo við 150°c í ca eina og hálfa klukkustund eða þar til bakan er orðin gullinbrún og ilmurinn ó svo ljúfur að það sprautast fram munnvatn við hvern andardrátt, bakan er tekin út, kanil sáldrað yfir og leyft að kólna.

Berist fram volg, með ís…og rótsterkum bolla af kaffi.

Good times!

2015-01-14 23.36.372015-01-14 23.37.49

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s