Parmesan kjúklingur með twisti

2015-01-24 19.54.46

Tjikken parmidjan eins og USA-fólkið segir er gríðarlega vinsæll og einfaldur réttur sem hefur eflaust borist með Ítölum til Bandaríkjanna og er einhvers konar afbökun á kúsíni þeirra.

Þetta er svona algjört comfort food, bræddur ostur, nóg af sósu og brasi, og með mínu twisti er ofboðslega fátt heilbrigt við þennan rétt annað en dásemdar bragðið, ég skil ekki alveg að í svona uppskriftum er alltaf talað um að hjúpa kjúklinginn í brauðmylsnu..ég á aldrei brauðmylsnu, ég á bara rasp sem ég krydda til, en það besta í svona brúk er Doritos.

Í stuttu máli er þetta svona:

Innihald:
Kjúklingabringur
Doritos Sweet Chilli (mulið)
Egg
Pasta sósa (ég notaði Zesty frá Hunts)
Rauðlaukur
Parmesan
BBQ-olía
Basil lauf
Kraminn hvítlaukur
Spagettí
2015-01-24 18.54.59
Aðferð:
Sósan er sett í eldfast mót, rauðlaukur í sneiðum þar ofan á og klippt basil lauf og hvítlaukur dreift yfir.
Kjúklingabringur skornar í jafna bita, velt upp úr eggjahræru, dýft í mulið Doritos og lagt ofan á jukkið í forminu.
Parmesan er svo hrúgað þar yfir…eins mikið og hver vill (ég vil allan parmesaninn!) þar yfir svo drippa ég BBQ-olíu fyrir svona extra touch þar yfir og nokkur basil lauf.
Bakað í ofni við 200°c í ca 40 mínútur.
2015-01-24 19.17.08
Spagettíið er soðið á meðan og svo er þetta borið fram með t.d. baguette með smjöri, huggulegt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s