Laugardagspizza

2015-01-31 19.31.54

Fátt er heimilislegra og jafnvel plebbalegra en að hugga sig á laugardagskvöldi með heimabakaðri pizzu, smá nóa kroppi á eftir og horfa á Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Ég er algjör plebbi þegar kemur að þessu, er ekki mikið að ráfa um barina í leit að fjöri heldur snögla mig saman undir teppi og plebba í brækurnar.

Hérna er laugardagspizzan að þessu sinni:

Botninn:
4 dl hveiti
3 dl heilhveiti
1 bréf þurrger
Salt
Hvítlaukspipar
Chilliflögur
Þurrkað basil
2 dl dökkur bjór
2 msk hunang
2 dl volgt vatn

Þurrefnin eru sett saman og svo restin eitt af öðru, hnoðað og látið hefa sig í volgu vatni í 20 mín, flatt út og voila.

Álegg:

Helmingur 1
Pizzasósa og BBQ-sósa blönduð saman
Pizzaostur
Pepperoni
Bbq smurt bacon (forbakað)
Bananar
Gráðaostur
Hvítlaukur
Þurrkuð chilli fræ
Muldar Bacon bugður

Helmingur 2
Pizzasósa
Pizzaostur
Pepperoni
Rjómaostur
Hvítlaukur
Rauðlaukur
Basil lauf
Svartur pipar

Þetta er bragðbomba í báðar áttir og fullkomnar laugardagskvöldið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s