Kúrekakjúklingur með bönunum

2015-02-14 19.40.40

Conceptið Kúrekakjúklingur segir manni að líklegast sé þessi réttur einfaldur og eitthvað sem hægt er að elda jafnvel yfir opnum eldi…þetta er allt rétt.

Basically þá er þetta kjúklingur í eldfast mót, sósa, kruðerí og malla í klukkutíma, frekar einfalt.

Ég er með algjört blæti gagnvart bönunum í mat, ég vil banana á pizzuna mína, í brauðið mitt, pottréttinn, indverska matinn minn og ég veit ekki hvað og hvað.

Í þennan rétt nota ég:
300 ml rjóma
300 ml sweet chilli sósu
3 kjúklingabringur
3 lúkur af salthnetum
2 banana
BBQ smurt bacon

Ég sá uppskrift svipaða þessari í gömlum Gestgjafa, það er eitthvað við þessa blöndu sem er svo undarlegt en svo gott. Baconinu er raðað á smjörpappír og smurt með bbq-sósu og bakað til hálfs við 200°c.

2015-02-14 18.14.15
Rjóminn og sweet chilli sósan hrærð saman þar til hún byrjar að þykkna, þá er hún sett í eldfast mót, einn niðursneiddur banani og tvær lúkur af hnetum líka, bringurnar eru skornar í jafna bita og setta útí og hinn bananinn og restin af hnetunum yfir, þetta er pínu skrítið ég veit..en treystið mér, þetta er awesome.
2015-02-14 18.21.042015-02-14 18.34.03
Þetta er svo sett í ofn og látið malla í ca 45 mínútur við 200°c þá er rétturinn tekinn út og bacinoð er klippt niður og raðað yfir, sett á blástur í 15 mínútur og þá er þetta klárt.
2015-02-14 19.39.37
Þar sem þetta er kúrekakjúklingur þá vil ég servera kartöflumús (mjög amerískt) og maísbaunir soðnar í smjöri og salti með…ásamt smá rucola salati.
2015-02-14 19.43.44
Einhverjir gætu kallað þetta guilty pleasure…ég kalla þetta pure pleasure.

2 athugasemdir Bæta þinni við

  1. hjalti skrifar:

    Verð að mæla líka með bönunum sem næst síðasta lagið í lasagnia, á undan ostinum (og í þínu tilfelli etv beikons 🙂 )

    1. spekoppur2013 skrifar:

      Nauu, ég þarf að tékka á því…og já alltaf beikon…ALLTAF 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s