Ooh það er svo gott að geta hent í eitthvað alveg beisik sem tekur engan tíma en er samt hrikalega gott.
Að ég tali nú ekki um þegar maður notar úrvals hráefni í réttinn.
Tortellini-ið er reyndar bara úr Krónunni og er fyllt með osti, pylsurnar eru steikarpylsur með blaðlauk úr Pylsumeistaranum og parmesaninn er úr Frú Laugu og er fáránlega góður…sem er kannski eins gott þar sem hann er á sama kílóverði og gull.
Þetta fór í réttinn:
1 poki 250gr Tortellini með osti (formaggio)
1 krukka pastasósa frá Jamie Oliver með eggaldin (aubergine) og ólívum
7 ferskar döðlur
3 steikarpylsur með blaðlauk
1 hnulli af parmesan
Pylsurnar brytjaði ég niður og setti hvítlaukskrydd og creole-krydd yfir og inn í ofn í 20 mínútur.
Tortellini-ið er soðið í 18 mínútur, vatninu hellt af, sósan sett útá, döðlurnar og pylsurnar þegar þær eru klárar.
Parmesan er svo gluðað yfir allt eins og engin sé morgundagurinn.
Gómsætt, döðlurnar koma með gott twist í þetta.