Núðlur og vorrúllur

2015-04-06 18.04.19

Ég er með hálfgert núðlublæti, ég elska að fá góðar núðlur með sósu og einhverju crunch-i, besta padthai í bænum fæst á Krua Thai þar sem hneturnar koma til hliðar og maður fær sítrónusneið með.

Instant núðlur eru ágætar til síns brúks en yfirleitt finnst mér súpan sem fylgir algjör viðbjóður, ég helli henni bara af og útbý svo eitthvað huggulegt í staðinn.

Þetta eru grænmetisvorrúllur frá Daloon, skellt í ofn í 20 mínútur, mjög basic.

Súpunni hellti ég af núðlunum rétt áður en þær urðu að mauki, setti svo sesamfræ, hvítlaukskrydd og sweetchilli sósu yfir….og smá parmesan, fyrir extra crunch setti ég svo muldar beikon bugður yfir.

Einfalt og gott, ágætt að trappa sig svona niður eftir steikurnar.

2015-04-06 18.04.00

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s