Þetta er ofur einfalt ostakex:
100 gr kalt smjör
100 gr hveiti
50 gr sterkur rifinn cheddar
50 gr parmesan
1,5 tsk sinnepsduft
Salt
Cayenne pipar
Chilli flögur
Reykt paprikukrydd
1 egg
Sesam
Hveiti og smjör er mixað saman í matvinnsluvél þar til það er vel kurlað, þar á eftir fer osturinn, aðeins mixa, svo allt kryddið.
Að sjálfsögðu má prófa sig áfram með alls konar krydd.
Þegar deigið er orðið að hnulla er það vafið í plast og sett í ísskáp í ca hálftíma, síðan er það flatt út og skorið í fínar kökur.
Raðað á plötu, penslað með hrærðu eggi og sesam nú eða chilli flögur á toppinn, bakað í 10 mínútur við 180°c.
Gómsætt með góðu majó-salati, sinnepi eða bara eitt og sér.