Ostakex – einfalt og fljótlegt

2014-12-20 20.10.44

Þetta er ofur einfalt ostakex:

100 gr kalt smjör
100 gr hveiti
50 gr sterkur rifinn cheddar
50 gr parmesan
1,5 tsk sinnepsduft
Salt
Cayenne pipar
Chilli flögur
Reykt paprikukrydd
1 egg
Sesam

Hveiti og smjör er mixað saman í matvinnsluvél þar til það er vel kurlað, þar á eftir fer osturinn, aðeins mixa, svo allt kryddið.
Að sjálfsögðu má prófa sig áfram með alls konar krydd.

Þegar deigið er orðið að hnulla er það vafið í plast og sett í ísskáp í ca hálftíma, síðan er það flatt út og skorið í fínar kökur.
Raðað á plötu, penslað með hrærðu eggi og sesam nú eða chilli flögur á toppinn, bakað í 10 mínútur við 180°c.

Gómsætt með góðu majó-salati, sinnepi eða bara eitt og sér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s