Appelsínu- og hnetusmjörs smákökur

2014-12-23 22.28.13

Svona jóla gotterí.

Ég gerði svipaða uppskrift sem ég sendi inn í Kornax smákökukeppnina…en hlaut ekki náð. Sem betur fer, langaði ekkert að vinna þessa heimskulegu Kitchen Aid vél hvort sem er…eða þú veist.

Ég er algjör sökker fyrir M&M í smákökum, eins og ætti lesendum að vera blatantly augljóst. Hérna er uppskriftin:

120 gr sykur
80 gr púðursykur
125 gr bráðið smjör
1 egg
2 tsk vanilludropar
2 tsk appelsínudropar
2 msk gróft hnetusmjör
220 gr hveiti
1 tsk salt
0,5 tsk matarsódi
0,5 tsk lyftiduft
150 gr Hnetusmjörs M&M (appelsínugult)
100 gr suðusúkkulaði dropar
2014-12-23 22.01.00
Sykur, púðursykur og smjör er þeytt vel saman, svo eggið og droparnir, svo hnetusmjörið og þá þurrefnin. M&M-ið er kramið og lamið létt og bætt útí ásamt súkkulaðidropunum.
Litlar kúlur hnoðaðar og settar á plötu og bakað í 15 mínútur við 200°c.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s