Sörur lata mannsins

2014-12-24 10.44.35

Sörur lata mannsins eða Hvíthyskissörur a.k.a. White Trash-sörur, ég er allt of fljótfær og ónenninn að nenna að standa í því að gera sörur sem tekur víst marga daga, þetta er svona mitt tvist á þessum bráðnauðsynlegu hátíðarkökum.

Þetta er eins einfalt og nokkrar smákökur geta orðið, maður þarf ekki einu sinni að baka eða neitt!

Í þetta þarf:
2 msk crunchy hnetusmjör
2 msk Nutella
Dass af köldu kaffi
Ritz-kex
Suðusúkkulaðidropa
Súkkulaði með frönsku núggati
2014-12-23 22.49.56
Hnetusmjörinu, Nutella-inu og kaffinu er hrært saman, smurt á Ritz-kexið, súkkulaðið er allt brætt saman yfir vatnsbaði og drippað yfir, sett í kæli og VOILA!
2014-12-23 23.11.04
Ekkert fancy vesen, dásamlegt bragð, afsakið mig meðan ég skríð aftur inn í hjólhýsið mitt og fæ mér smá landa í sodastream og íkornasteik.

2014-12-23 23.04.22

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s